guðnimár.annáll.is

Annálleinkahúmorgamalt og gotthugleiðingar í dagsins iðuskemmtilegttrúmál
Börn þessarar aldar…

Guðni Már @ 15.57 18/7 + 2 ath.

…virðast mér vera mun frjálslyndari í hugsun og gjörðum en við sem fæddumst nítjánhundruð og eitthvað. Þegar við vorum í ferjunni Baldri á Breiðafirði um daginn vatt einn 4 ára sér að Ásdísi eiginkonu minni þar sem við sátum og mauluðum samloku og spurði: ,,Hvort ætlar þú að fá þér vespu eða mótorhjól?”
Áfram…

Sá yðar sem sundlaus er…

Guðni Már @ 23.47 15/7 + 5 ath.

Nói Pétur er afskaplega orkuríkt barn, við fórum með hann í sund í dag og fór sundferðin sem endranær mest í að labba eða hlaupa á eftir drengum gólandi: NÓÓÓIII PÉÉÉTUURR, Nei, stopp, BANNAÐ, ekki þarna, komdu Nói minn, EKKI klifra, NEIII sagði ég.

Áfram…

Ella í landsliðið?

Guðni Már @ 00.15 22/6 + 4 ath.

Í síðustu færslu fullyrti ég að enginn heiðarlegur landsliðsþjálfari myndi velja mann með BMI yfir 20 í landslið sitt. Elli benti mér á að fordómar fælust í orðum mínum. Ég reyndi að klóra í bakkann og gera lítið úr Thomas Brolin og Maradona. Eftir að hafa rekist á eftirfarandi mynd á netinu hef ég sannfærst um að þetta snýst EKKERT um BMI eða líkamsform:
Áfram…

Ertu hættur að finna lykt, Einstein?

Guðni Már @ 22.28 4/6 + 8 ath.

Hvernig gátum við gert jafntefli við Lichteinstein?

Það búa 34.000 manns í Lichteinstein!

Þar af eru væntanlega um 17.000 þeirra karlmenn. Varlega áætlað má ætla að 2% af þeim séu ekki með licteinsteinst ríkisfang þá standa um 16660 karlmenn eftir.
Nýjustu tölur sýna að 50% evrópska karlmanna eru með þyngdarstuðul yfir 25 BMI. Þeir sem hafa þyngdarstuðul yfir 25 hafa ekkert að gera í landsliðstreyju. Það þýðir að 8340 licteinsteinskir karlmenn hafa mögulega líkamlegt atgervi til að klæðast landsliðstreyju. Hinu eru síðan ekki að leyna að enginn heiðvirtur landsliðsþjálfari myndi hleypa manni með BMI stuðul yfir 18 í landsleik í undankeppni EM.

Þannig getum við auðveldlega lækkað töluna um a.m.k 40% sem þýðir að 5004 karlmenn standa eftir. Þeir eru væntanlega á aldrinum 0-100 ára en heppilegur landsliðsaldur er yfirleitt talin vera um 18-32 ára (annars eru menn of reynslulitlir eða orðnir full svifaseinir).

Ef við gefum okkur að þessir fjórtán árgangar karlmanna sem koma til greina séu um 18% af karlmönnum í Licteinstein þýðir það að 901 karlmaður kemur til greina í landslið Lichteinstein.
Af þessum 901 karlmanni má gera ráð fyrir að 60 % hafi áhuga á fótbolta. Það gera 540 karlmenn eftir fyrir landsliðsþjálfarann að velja úr. En þó að 540 hafi áhuga á fótbolta þýðir það ekki að allir spili hann. Um 2% búa væntanlega við einhvers konar fötlun sem hamlar þeim að spila og gera má ráð fyrir að 6% séu í augnablikinu ekki leikfærir, tognaðir, brákaðir, bólgnir eða meiddir á annan hátt það þýðir að um 498 karlmenn standa eftir.

En þó að þessir 498 hafi áhuga á knattspyrnu þýðir það ekki endilega að þeir stundi hana. Gera má ráð fyrir að 30% af þeim sem hafa áhuga á fótbolta séu að æfa hann og það gefur okkur um 150 einstaklinga sem koma til greina í 20 manna landsliðshóp Lichteinsteins. Með öðrum orðum 2 af hverjum fimmtán leikmönnum sem nenna að æfa knattspyrnu í Lichteinstein enda í landsliðinu.

SVO ERU MENN HISSA Á AÐ HENRY BIRGIR VILJI LÁTA REKA EYJÓLF!

ÞAÐ ER JAFNMIKIÐ AFREK AÐ VINNA 50KR Á HAPPAÞRENNU Á ÍSLANDI EINS OG AÐ ENDA Í LANDSLIÐI LICHTEINSTEIN! (raunar er sínu erfiðara að vinna 50 kr á happaþrennu því það gerist bara á níunda hverjum miða!)

Fyndnasti skets sem ég hef séð…

Guðni Már @ 23.29 22/5 + 1 ath.

Fóstbræður hafa sennilega mótað húmor minnar kynslóðar meira en nokkuð annað. Allir horfðu á þættina á sínum tíma og frasar eins og ,,borg óttans”, ,,leigubílstjóri dauðans”, ,,þú ert eitthvað að mis”, .,,saaagði þér að við værum að gera einhverja vittlleeeyysu” móta enn í dag orðaforða margra. Áfram…

Það sem pottþétt verður í stjórnarsáttmálanum!

Guðni Már @ 00.51 22/5 + 1 ath.

Já, nú bíða margir spenntir eftir því hvað verður í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Ég renndi yfir stefnuskrár flokkanna og fann nokkrar hluti sem eru í fullkomnum samhljómi og hljóta því að verða á kjörtímabilinu (textar eru fengnir að láni frá xs.is og xd.is, millifyrirsagnir eru mínar):

Ráðuneytum fækkað, eitt atvinnuvegaráðuneyti:
Áfram…

Að loknum kosningum…

Guðni Már @ 15.51 13/5 + 2 ath.

…bý ég í eina jafnréttiskjördæminu þar sem eru 6 konur og 6 karlar þingmenn
Vestfirðingar, Snæfellsnes og Skagamenn, Borgnesingar búa í feðraveldi líkt og á miðöldum en þeir hafa bara karlkyns þingmenn.

Áfram…

Kosningar framundan…

Guðni Már @ 00.48 12/5 + 1 ath.

Já, þá er kjördagur runninn upp og ólíkt bæjarstjórnarkosningunum í fyrra ætla ég á kjörstað. Samkvæmt bifrastarprófinu tel ég tvo bestu kostina að þessu sinni Íslandshreyfinguna og Samfylkinguna. Það er ekki fjarri lagi.

Áfram…

Ryki slegið í augu Josh Groban gesta?

Guðni Már @ 21.33 5/5

Þann 15. maí ætlum við eiginkonan á tónleika með þeim ágæta söngvara Josh Groban. Ég er lítill tónleikamaður og hef ekki borgað mig inná tónleika í laugardalshöll síðan ég fór á Skunk Anansie 1997, sælla minninga. En að þessu sinni stóðst ég einfaldlega ekki mátið, Josh Groban ásamt Gospelkór Reykjavíkur og sinfóníuhljómsveit Íslands var einfaldlega of freistandi.
Áfram…

Viðtal um áhugaverða bók

Guðni Már @ 19.03 4/5

Ég er að lesa bókina “Letters to young Evangilical” eftir Tony Campolo en hann er í miklu uppáhaldi hjá mér eftir að við fórum 7 saman frá ÆSKR að hlusta á hann tala á ráðstefnu í London í febrúar 2005.

Hér gefur að líta 9 mínútna viðtal um bókina og hugmyndir hans um kristna trú. Þetta er gott og áhugavert viðtal sem sýnir ágætlega afhverju ég finn mun meiri samhljóm með honum en öðrum bandarískum prédikurum, sem að mínu hógværa mati eru margir hverjir stór hættulegir!

Áfram…

Hvað var eiginlega í gangi á prestastefnu?

Guðni Már @ 14.35 4/5 + 6 ath.

Þrír bloggarar sem ég les reglulega, hef tröllatrú á í stjórnmálum og hef kynnst mismikið á lífsleiðinni, blogguðu í kjölfar prestastefnu um hversu gáttuð þau voru á prestastéttinni að kolfella tillöguna um hjónavígslu samkynhneigðra.

Þar sem ég var á prestastefnu finnst mér rétt að greina frá því hvað var í gangi á prestastefnu og enda gefur sú umræða sem kom upp í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málið ekki góða mynd af því sem í raun fór fram.

Áfram…

Annállinn uppfærður…

Guðni Már @ 11.44 16/2 + 2 ath.

…jæja nú er búið að gera miklar kerfisbreytingar á annálnum sem er mjög til bóta.

Það er áskorun um að fara blogga meira

við sjáum hvað setur…

Í dag er fjórði desember…

Guðni Már @ 23.51 4/12

…vá hvað tíminn líður hratt. Ætla að fara reyna blogga reglulegar, og horfa tilbaka yfir liðin dag:

Sniðugast í dag: Ásdís fór að leysa af á æskulýðsfundi í Hallgrímskirkju í kvöld. Þá spurði ein 8.bekkingar stelpa Möggu Sverris djákna: ,,Candy flos vélin sem þið voruð með í vor, áttuð þið hana?” ,,Nei” svaraði Magga, ,,Guðni Már, maðurinn hennar Ásdísar

Í lok fundarins var bænastund og ruglaðist einn pilturinn í Faðir vorinu, nokkrar stelpur fóru að flissa. Ásdís, kennarinn sjálfur, uppörvaði piltinn að Faðir vor-inu loknu og sagði: það er allt í lagi að maður ruglists í Faðir vor-inu, maðurinn minn er prestur og hann ruglaðist um daginn þegar hann var að skíra.

Þá sagði ein stelpan alvarlega og í algerri örvinglan: ,,Ha, á hann Candy-flosvél og er PRESTUR?”

Afrek dagsins: heftaði gíró-seðil, við Tengil fréttabréf KSH, setti í umslög og lokaði fyrir. Á morgun fer þetta í póst!

Nóa-móment dagsins: Nói bjó til setningu ,,dudda datt” (raðaði saman báðum orðunum sem hann kann ;) )

Fjárfest í hljómdiskum…

Guðni Már @ 22.40 20/10

…það heyrir til undantekninga að ég fjárfesti í tónlist. Í síðustu viku keypti ég mér þó tvo geisladiska. Annar er Wine for my weakness með Pétri Þór Benediktssyni og hinn Puppy með Togga.

Ástæðan fyrir kaupunum er fyrst og fremst persónulegur kunningsskapur við listamennina. Pétur þekki ég úr starfinu í Vatnaskógi og Togga frá því að við unnum saman tvo sumur á geðsviði LSH. Áfram…

Skemmtilegar slóðir…

Guðni Már @ 00.10 19/10

…það er ekki oft sem ég hlæ upphátt við lestur dagblaða. En þegar ég las pistillinn hans Davíðs Þórs í blaðinu á sunnudaginn hló ég dátt og upphátt, síðan las ég hann fyrir betri helminginn og við hlóum bæði upphátt! Pistillinn er myndrænn, beinskeittur og mjög fyndinn. (hann þarf þó að lesa í ljósi umræðna á bloggsíðu hans). Stór kostur við Davíð er hversu gott vald hann hefur á íslenskri tungu, orðið ,,engisprettur” hefur fengið nýja vídd. Tjekkið á Davíð Þór. Áfram…

« Fyrri færslur   Næstu færslur »

© guðnimár.annáll.is · Færslur · Ummæli