guðnimár.annáll.is

Annálleinkahúmorgamalt og gotthugleiðingar í dagsins iðuskemmtilegttrúmál
Nokkur orð um Siðmennt og spurningu Sigurðar Hólms

00.42 5/12/07 + 3 ath.

Stjórnarmaður Siðmenntar, Sigurður Hólm, bar fyrir mig spurningu fyrr í dag sem ég ákvað að svara í nýrri færslu, sem ég ætla að gera hér. Þá ætla ég að taka nokkur dæmi um hvar mér finnst Siðmennt vera að fiska í gruggugu vatni í umræðu síðustu daga.

Spurning Sigurðar var þessi:

Hvað finnst þér Guðni Már um málflutning biskups og annarra starfsmanna kirkjunnar? Er kristilegt að fara svona með sannleikann?”

Svar mitt er:
Áfram…

Frábært Silfur í gær, eru ,,herskáir” trúleysingjar að mýkjast?

14.33 3/12/07 + 23 ath.

Ég fylgdist með silfri Egils í gær, þar fór fram góð og yfirveguð umræða um aðkomu kirkjunnar skólastofnunum. Umræðan er þörf enda mörgu sem þarf að velta upp og ólíkar skoðanir sem fólk hefur. Matthías Ásgeirsson formaður Vantrúar kom vel fyrir í þættinum og fannst mér gaman að sjá hversu hófstilltur hann var í framkomu sinni, enda hefur oft gustað um ýmis stór orð sem hann eða hópurinn sem hann er í forsvari fyrir hefur látið falla.
Áfram…

Frábært innlegg frá Davíð Þór

21.56 30/10/07 - 0 ath.

Ég verð að benda lesendum á þennan pistil Davíðs Þórs. Þar segir meðal annars um Biblíuumræðuna:

Það ljótasta í allri þessari umræðu er að mínu mati hinar annarlegu forsendur sem biblíuþýðendunum hafa verið gerðar upp. Þeim er legið á hálsi fyrir að falsa vísvitandi niðurstöður sínar til að þjóna pólitískri rétthugsun vorra daga. Öllu alvarlegar er varla hægt að vega að æru nokkurs fræðimanns. Hvaða mögulegu forsendur gætu þeir haft fyrir slíku? Hvaða ískygglega samsæri ætti svosem að vera hér á ferð? Á miðöldum hefði þetta verið skiljanlegt, þegar Biblían var tæki til að stjórna heiminum. Því er hins vegar ekki að heilsa nú á dögum. Hér er um að ræða biblíufræðinga sem annað getur varla vakað fyrir en að vinna starf sitt af eins mikilli kostgæfni, metnaði og virðingu fyrir fræðunum og þeim er unnt, enda sennilega það sem þeirra verður helst minnst fyrir eftir þeirra dag. Þetta er þeirra stóra framlag til fræðanna. Hví skyldu þeir vilja leggja augljósar falsanir fyrir dóm sögunnar? Hvað er mögulega í því fyrir þá?

Tékkið á þessu, annars var magnað að sitja í messu síðasta sunnudag og heyra lestur pistilsins, í fyrsta skipti sat ég í messu þannig að mér liði eins og það væri verið að tala við mig þegar pistillinn var lesinn. Það var góð tilfinning því þó ég hafi áður reynt að taka boðskapinn til mín, þá hefur orðfærið alltaf haldið textanum í ákveðinni fjarlægð.

Mikið er ég ósammála Óskari Óskarssyni

23.44 22/10/07 + 2 ath.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom einn af skemmtilegri prestum Þjóðkirkjunnar Óskar Óskarsson fram og sagði umræðuna um samkynhneigð einkennast af hommafóbíu. Mikið afskaplega er ég ósammála honum, ég sat prestastefnu og hlustaði á alla örugglega 40-50 ræðumennina sem stigu upp í ræðustól tala um málefnið og ég verð að segja að hommafóbía var síðasta orðið sem einkenndi umræðuna þar.

Áfram…

Lichteinstein, Salzburg, ný Biblía og staðfest samvist.

00.37 20/10/07 + 10 ath.

Ég veit ekki hvað á að segja um tapið gegn Lichteinstein ég var búin að segja þetta áður og vil ítreka það (reyndar þá vil ég taka fram að misskilnings gætti hjá mér í tali um BMI ég hélt að það væri það sama og fituprósenta).

Annars vorum við hjónin að koma úr snilldarferð frá Salzburg þar tóku heiðurshjónin Erla og Kjartan vel á móti okkur. Mikið var það gaman, hápunkturinn var afmæli Önnu Birnu og tónleikar með Michael Buble sóttu fast á eftir.

Áfram…

Simpson stóðst væntingar

21.28 28/7/07 - 0 ath.

Við hjónin skelltum okkur á Simpson myndina í gær, hún stóðst fyllilega háar væntingar. Maður hefur séð ansi marga góða Simpson þætti í gegnum tíðina og fer klárlega á topp 5 yfir það besta sem framleiðendur Simpson hafa sent frá sér. Reyndar var endirinn í það amerískasta fyrir minn smekk en sumir brandararnir fengu mann bókstaflega til að emja af hlátri og bættu því vel fyrir nokkuð klénan endi.
Áfram…

Viðtal um áhugaverða bók

19.03 4/5/07 - 0 ath.

Ég er að lesa bókina “Letters to young Evangilical” eftir Tony Campolo en hann er í miklu uppáhaldi hjá mér eftir að við fórum 7 saman frá ÆSKR að hlusta á hann tala á ráðstefnu í London í febrúar 2005.

Hér gefur að líta 9 mínútna viðtal um bókina og hugmyndir hans um kristna trú. Þetta er gott og áhugavert viðtal sem sýnir ágætlega afhverju ég finn mun meiri samhljóm með honum en öðrum bandarískum prédikurum, sem að mínu hógværa mati eru margir hverjir stór hættulegir!

Áfram…

Hvað var eiginlega í gangi á prestastefnu?

14.35 4/5/07 + 6 ath.

Þrír bloggarar sem ég les reglulega, hef tröllatrú á í stjórnmálum og hef kynnst mismikið á lífsleiðinni, blogguðu í kjölfar prestastefnu um hversu gáttuð þau voru á prestastéttinni að kolfella tillöguna um hjónavígslu samkynhneigðra.

Þar sem ég var á prestastefnu finnst mér rétt að greina frá því hvað var í gangi á prestastefnu og enda gefur sú umræða sem kom upp í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málið ekki góða mynd af því sem í raun fór fram.

Áfram…

Skemmtilegar slóðir…

00.10 19/10/06

…það er ekki oft sem ég hlæ upphátt við lestur dagblaða. En þegar ég las pistillinn hans Davíðs Þórs í blaðinu á sunnudaginn hló ég dátt og upphátt, síðan las ég hann fyrir betri helminginn og við hlóum bæði upphátt! Pistillinn er myndrænn, beinskeittur og mjög fyndinn. (hann þarf þó að lesa í ljósi umræðna á bloggsíðu hans). Stór kostur við Davíð er hversu gott vald hann hefur á íslenskri tungu, orðið ,,engisprettur” hefur fengið nýja vídd. Tjekkið á Davíð Þór. Áfram…

Bíll til sölu…

22.48 8/10/06

Já, nú er ég að fara selja bílinn minn. Ég byrja á selja hann hér á netinu. Um er að ræða Toyota Corolla bifreið, fimmdyra með stórri hurð/skotti. Corolla Luna held ég að það heiti. Þetta fagurblá Toyota árgerð 1998, sjálfskipt, 1600 vél, á heilsársdekkum sem keypt voru í sumar. Smurður samviskusamlega á 5000 kílómetra fresti og hefur farið í þjónustuskoðanir hjá Toyota þar sem skipt var um tímareim og fleira. Áfram…

Hugleiðingar um KSS

23.55 3/10/06 + 1 ath.

Í umræðu sem fram fór á svæði annálsbróðurs, beindust nokkur spjót að Kristilegum skólasamtökum KSS, tengslum þeirra við þjóðkirkjuna, ásamt vangaveltum um hvort KSS væru öfgasamtök sökum þess að þar séu margir sköpunarsinnar og mikil andstaða við samkynhneigða. (þær ályktanir eru dregnar út frá umræðum á spjallborði KSS.is fyrir 2 árum).

Þar sem ég er eini maðurinn sem fæ laun fyrir að þjónusta KSS tel ég rétt að setja fram nokkrar hugleiðingar um KSS, en þær geta líka verið gagnlegar þeim sem vita lítið um KSS en vilja fræðast meira.

Áfram…

Fríkirkjan í Reykjavík og Digraneskirkja…

23.03 3/10/06 + 4 ath.

Ég sá á forsíðu Blaðsins að undarlegt sé að prestur Digraneskirkju vilji ekki ferma börn sem skráð eru Fríkirkjuna í Reykjavík. Hjörtur Magni fríkirkjuprestur kveðst mjög ósáttur við málið og segir það stríða gegn réttlætisvitund þjóðarinnar.

Það sem kemur mér spánskt fyrir sjónir er að Hjörtur Magni hefur margsinnis tjáð sig opinberlega um þjóðkirkjuna og sagt hana boða vondan kristindóm, stunda ofbeldi og ala á fordómum. Þess vegna er mér ómögulegt að skilja hvers vegna hann vill að fermingarbörnin sín njóti fræðslu slíkar stofnunnar, eins og hann fer fram á í viðtali við Blaðið.

Áfram…

Hinn níræði munkur bróðir Roger stunginn til bana í miðri bænastund

23.26 18/8/05 + 1 ath.

Það er ekki laust við að mig hafi sett hljóðann áðan þegar ég frétti að stofnandi Taize-reglunnar Brother Roger hafi verið stunginn til bana í bænagjörð í Taize-samfélaginu að kveldi 16.ágúst. Fáir ef nokkrir lögðu jafnmikið að mörkum í sameiningu kristinna manna á 20. öldinni og Bróðir Roger. Klausturregla hans sem hann stofnaði 1940 óx mjög hratt og laðaði til sín ungt fólk af ólíkum kirkjudeildum og meira segja einnig frá öðrum trúarbrögðum til að koma saman og biðja fyrir friði og bættum heimi.

Ég gleymi seint ferðinni sem við fórum, átta talsins frá Íslandi, í ágústmánuði 1999. Þar tókum við þátt í fræðslu og skemmtilegu samfélagi í eina viku og mættum á 30-50mínútna bænastundir 3svar á dag. Það var mögnuð upplifun að vera í Taize, þegar við vorum þarna voru um 7000manns frá 86 þjóðlöndum komin saman til að njóta kyrrðar Taize, fræðslu og bænalífs.

Áfram…

Biblían -frelsandi boðskapur eða heftandi kúgunartæki? Af kristinni siðfræði og kvennagagnrýni

01.08 24/4/05 + 4 ath.

Nú sit ég við tölvuna að gera heimapróf í kristinni siðfræði og kvennagagnrýni hjá Sólveigu Önnu Bóasdóttur. Það er svo merkilegt hvað hversdagslegir hlutir verða spennandi í prófatíðinni. Í dag er ég búin að skrúbba eldhúsið hátt og lágt og gera ýmislegt fleira sem ég er mjög yfirleitt óduglegur við, bara til að nýta tímann í eitthvað annað en lærdóm.

Svona er þetta alltaf í prófum, tíminn virðist standa í stað þegar maður er að læra en fljúga sem þota þegar maður er að gera eitthvað annað. Í pirringi fór ég að vera neikvæður og velta því fyrir mér hversu tilgangslaus ritgerðarverkefni virðast, maður þrælar tugi klukkustunda til að skrifa eitthvað sem kennarinn les á 5mínútum, og svo les þetta enginn annar en kennarinn, en þá allt einu rann upp fyrir mér ljós…

Áfram…

Gunnar Þorsteinsson fiskar í gruggugu vatni

20.17 18/4/05 + 40 ath.

Það er með ólíkindum að hlusta á Gunnar Þorsteinsson, sem kenndur hefur verið við lítið trúfélag í Kópavogi, setja sjálfan sig á stall sem mesta fræðimann Íslendinga í forngrísku og samtímasögu Nýja testamentisins. Því fer fjarri, svo einfalt er það. Hann rökstyður mál sitt illa, og klifar á því að lútherskir menn séu að beygja orð Guðs eftir sínu eðli. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© guðnimár.annáll.is · Færslur · Ummæli