guðnimár.annáll.is

Annálleinkahúmorgamalt og gotthugleiðingar í dagsins iðuskemmtilegttrúmál
Hverfult…

23.30 11/1/08 + 3 ath.

…mig minnir að ég hafi verið að keyra með candýflosvélina (sem margir sögðu ömurlega fjárfestingu) í útleigu, þegar ég heyrði þessa frétt. Þá grunaði mig ekki að 7 mánuðum seinna yrði candýflosvélin okkar Bendts orðin verðmeiri en heildareignir Gnúps fjárfestingafélags.
Áfram…

Vandlátar endur…

22.21 3/11/07 + 1 ath.

…fórum með Nóa í grasagarðin í dag að gefa öndunum brauð. Á leiðinni vorum við að reyna útskýra fyrir honum hvað stæði til.

,,Nói nú erum við að fara að gefa bra-bra brauð!” þá hvall í honum ,,Og smjör“.

Áfram…

Að gefnu tilefni…

23.21 3/10/07 + 3 ath.

… í ljósi þess að nýja Valsíþróttahúsið heitir Vodafone-höllin og knattspyrnuvöllurinn Vodafone-völlurinn er rétt að árétta að samingaviðræður milli KFUM, Vals og Vodafone runnu út í sandinn. Sr. Friðrikskapella á Hlíðarenda mun ekki heita Vodafone-kapellan.

Börn þessarar aldar…

15.57 18/7/07 + 2 ath.

…virðast mér vera mun frjálslyndari í hugsun og gjörðum en við sem fæddumst nítjánhundruð og eitthvað. Þegar við vorum í ferjunni Baldri á Breiðafirði um daginn vatt einn 4 ára sér að Ásdísi eiginkonu minni þar sem við sátum og mauluðum samloku og spurði: ,,Hvort ætlar þú að fá þér vespu eða mótorhjól?”
Áfram…

Sá yðar sem sundlaus er…

23.47 15/7/07 + 5 ath.

Nói Pétur er afskaplega orkuríkt barn, við fórum með hann í sund í dag og fór sundferðin sem endranær mest í að labba eða hlaupa á eftir drengum gólandi: NÓÓÓIII PÉÉÉTUURR, Nei, stopp, BANNAÐ, ekki þarna, komdu Nói minn, EKKI klifra, NEIII sagði ég.

Áfram…

Ella í landsliðið?

00.15 22/6/07 + 4 ath.

Í síðustu færslu fullyrti ég að enginn heiðarlegur landsliðsþjálfari myndi velja mann með BMI yfir 20 í landslið sitt. Elli benti mér á að fordómar fælust í orðum mínum. Ég reyndi að klóra í bakkann og gera lítið úr Thomas Brolin og Maradona. Eftir að hafa rekist á eftirfarandi mynd á netinu hef ég sannfærst um að þetta snýst EKKERT um BMI eða líkamsform:
Áfram…

Ertu hættur að finna lykt, Einstein?

22.28 4/6/07 + 8 ath.

Hvernig gátum við gert jafntefli við Lichteinstein?

Það búa 34.000 manns í Lichteinstein!

Þar af eru væntanlega um 17.000 þeirra karlmenn. Varlega áætlað má ætla að 2% af þeim séu ekki með licteinsteinst ríkisfang þá standa um 16660 karlmenn eftir.
Nýjustu tölur sýna að 50% evrópska karlmanna eru með þyngdarstuðul yfir 25 BMI. Þeir sem hafa þyngdarstuðul yfir 25 hafa ekkert að gera í landsliðstreyju. Það þýðir að 8340 licteinsteinskir karlmenn hafa mögulega líkamlegt atgervi til að klæðast landsliðstreyju. Hinu eru síðan ekki að leyna að enginn heiðvirtur landsliðsþjálfari myndi hleypa manni með BMI stuðul yfir 18 í landsleik í undankeppni EM.

Þannig getum við auðveldlega lækkað töluna um a.m.k 40% sem þýðir að 5004 karlmenn standa eftir. Þeir eru væntanlega á aldrinum 0-100 ára en heppilegur landsliðsaldur er yfirleitt talin vera um 18-32 ára (annars eru menn of reynslulitlir eða orðnir full svifaseinir).

Ef við gefum okkur að þessir fjórtán árgangar karlmanna sem koma til greina séu um 18% af karlmönnum í Licteinstein þýðir það að 901 karlmaður kemur til greina í landslið Lichteinstein.
Af þessum 901 karlmanni má gera ráð fyrir að 60 % hafi áhuga á fótbolta. Það gera 540 karlmenn eftir fyrir landsliðsþjálfarann að velja úr. En þó að 540 hafi áhuga á fótbolta þýðir það ekki að allir spili hann. Um 2% búa væntanlega við einhvers konar fötlun sem hamlar þeim að spila og gera má ráð fyrir að 6% séu í augnablikinu ekki leikfærir, tognaðir, brákaðir, bólgnir eða meiddir á annan hátt það þýðir að um 498 karlmenn standa eftir.

En þó að þessir 498 hafi áhuga á knattspyrnu þýðir það ekki endilega að þeir stundi hana. Gera má ráð fyrir að 30% af þeim sem hafa áhuga á fótbolta séu að æfa hann og það gefur okkur um 150 einstaklinga sem koma til greina í 20 manna landsliðshóp Lichteinsteins. Með öðrum orðum 2 af hverjum fimmtán leikmönnum sem nenna að æfa knattspyrnu í Lichteinstein enda í landsliðinu.

SVO ERU MENN HISSA Á AÐ HENRY BIRGIR VILJI LÁTA REKA EYJÓLF!

ÞAÐ ER JAFNMIKIÐ AFREK AÐ VINNA 50KR Á HAPPAÞRENNU Á ÍSLANDI EINS OG AÐ ENDA Í LANDSLIÐI LICHTEINSTEIN! (raunar er sínu erfiðara að vinna 50 kr á happaþrennu því það gerist bara á níunda hverjum miða!)

Fyndnasti skets sem ég hef séð…

23.29 22/5/07 + 1 ath.

Fóstbræður hafa sennilega mótað húmor minnar kynslóðar meira en nokkuð annað. Allir horfðu á þættina á sínum tíma og frasar eins og ,,borg óttans”, ,,leigubílstjóri dauðans”, ,,þú ert eitthvað að mis”, .,,saaagði þér að við værum að gera einhverja vittlleeeyysu” móta enn í dag orðaforða margra. Áfram…

Í dag er fjórði desember…

23.51 4/12/06

…vá hvað tíminn líður hratt. Ætla að fara reyna blogga reglulegar, og horfa tilbaka yfir liðin dag:

Sniðugast í dag: Ásdís fór að leysa af á æskulýðsfundi í Hallgrímskirkju í kvöld. Þá spurði ein 8.bekkingar stelpa Möggu Sverris djákna: ,,Candy flos vélin sem þið voruð með í vor, áttuð þið hana?” ,,Nei” svaraði Magga, ,,Guðni Már, maðurinn hennar Ásdísar

Í lok fundarins var bænastund og ruglaðist einn pilturinn í Faðir vorinu, nokkrar stelpur fóru að flissa. Ásdís, kennarinn sjálfur, uppörvaði piltinn að Faðir vor-inu loknu og sagði: það er allt í lagi að maður ruglists í Faðir vor-inu, maðurinn minn er prestur og hann ruglaðist um daginn þegar hann var að skíra.

Þá sagði ein stelpan alvarlega og í algerri örvinglan: ,,Ha, á hann Candy-flosvél og er PRESTUR?”

Afrek dagsins: heftaði gíró-seðil, við Tengil fréttabréf KSH, setti í umslög og lokaði fyrir. Á morgun fer þetta í póst!

Nóa-móment dagsins: Nói bjó til setningu ,,dudda datt” (raðaði saman báðum orðunum sem hann kann ;) )

Ljósin í slokkt í borginni!

00.06 4/10/06

Síðasta fimmtudagskvöld fór fram spennandi gjörningur á höfuðborgarsvæðinu. Þá voru ljósin slökkt til að borgarbörnin gætu séð stjörnurnar. Ég fór út á svalir ásamt frúnni kl. 21:58. Það ríkti fjölskyldustemmning í Trönuhjallanum, nokkrar fjölskyldur voru komnar útá svalir auk okkar og spennt börn spurðu: ,,mamma, mamma hvenær verður slökkt?” ,,verður alveg dimmt?”

Áfram…

Upprennandi flugdólgar og hnarreistur Íslendingur…

17.13 16/5/06 + 3 ath.

Í flugvélinni á leiðinni út voru ungir upprennandi flugdólgar í þjálfunarbúðum, fundið sæti beint fyrir aftan okkur. Þó að þau eigi enn markt ólært til að flugvélum sé snúið við þeirra vegna, verð ég að geta eins 180 kílóa jafnaldra míns sérstaklega, hann þótti mér mjög efnilegur í flugdólgafræðum (tekið skal fram að hann deildi af sjálfsdáðum aldri og þyngd með hinum farþegunum). Hann talaði bæði mikið og hátt og jók hávaðann um 10 desibil við hvern bjór sem hann innbyrti, þá valdi hann af natni ömurleg umræðuefni sem hann bauð okkur hinum farþegum vélarinnar uppá. Þetta voru sögur af því hvar og hvernig tattúum hann skartaði, hvernig hann hafði lamið hinn og þennan og hversu ógeðslega fullur hann hafði verið við hin ýmsu tilefni. Áfram…

Myndir af Nóa Pétri Á. Guðnasyni

01.35 14/11/05 + 19 ath.

Jæja gott fólk, hér koma fyrstu opinberu myndirnar af syni okkar Ásdísar sem nefndur hefur verið Nói Pétur, (Á.-ið stendur fyrir Ásdísarson)

Áfram…

Ég er nú ekki alveg fæddur í gær…

22.40 10/11/05 + 8 ath.

…en það má vegar segja um son minn!!! Já, í gærmorgun 9. nóvember kl. 7:45 fæddist okkur Ásdísi lítill snáði, 16 merkur og 53 sentímetrar. Fæðingin gekk vel og móður og barni heilsast með ágætum. Svo er líka gaman að segja frá því að drengurinn er afskaplega fallegur og gæddur þeim einstaka hæfileika að verða fallegri og fallegri í hvert skipti sem foreldrarnir horfa á hann!!!

Áfram…

Áhyggjur af kennitölueinelti…

22.36 25/10/05 + 3 ath.

…nú er farið að styttast í litla frumburðinn, Ásdís er komin 37 vikur og 2 daga. Þetta getur sumsé gerst hvenær sem er á næstu 33 dögum. Ástvinir keppast við að gefa litla krílinu eitthvað og má þar nefna vagn frá móðurömmu og afa heitnum, rúm frá föðurafa og föðurömmu, gæsadúnæng frá móður langömmu, burðarrúm frá móður langafa og Ástrúnu, barnabílstól frá föður langömmu og svo kom föðuramma með ýmislegt sætt frá Þýskalandi í gær. Þar fyrir utan eru fjórar kraftmiklar prjónakonur í móðurætt í fullri vinnu við að prjóna teppi, húfur, peysur, skírnarkjól og ýmislegt fleira.

Það er því útséð að það muni væsa um kappann. Sem er vel.

Áfram…

Nafnavandræði…

13.21 20/10/05 + 5 ath.

…mannanafnanefnd hefur sagt af sér og hið opinbera virðist ætla að draga lappirnar í að skipa nýja.

Það kemur sér mjög illa fyrir mig og Ásdísi þar sem umsókn okkar um nafn er föst inni í kerfinu og ólíklegt að málið verði afgreitt áður en drengurinn fæðist.

Áfram…

« Fyrri færslur ·

© guðnimár.annáll.is · Færslur · Ummæli