guðnimár.annáll.is

Annálleinkahúmorgamalt og gotthugleiðingar í dagsins iðuskemmtilegttrúmál
Hverfult…

23.30 11/1/08 + 3 ath.

…mig minnir að ég hafi verið að keyra með candýflosvélina (sem margir sögðu ömurlega fjárfestingu) í útleigu, þegar ég heyrði þessa frétt. Þá grunaði mig ekki að 7 mánuðum seinna yrði candýflosvélin okkar Bendts orðin verðmeiri en heildareignir Gnúps fjárfestingafélags.
Áfram…

Góðar fréttir og illa skrifaðar fréttir…

23.02 13/11/07 + 3 ath.

Það hefur nokkuð verið um góðar fréttir undanfarin sólarhring. Árni Ingi Pjetursson stórvinur minn og snillingur hefur nú skrifað undir samning við ÍA í fótboltanum, ekki amalegt að fá einn besta vin manns í uppáhalds knattspyrnuliðið. Ég held að Gaui Þórðar og Árni viti báðir nákvæmlega hvað þeir eru gera. 24 stundir lækkuðu hins vegar í áliti hjá mér eftir vafasöm greinarskrif blaðamannsins Atla á forsíðunni í dag. Áfram…

Vandlátar endur…

22.21 3/11/07 + 1 ath.

…fórum með Nóa í grasagarðin í dag að gefa öndunum brauð. Á leiðinni vorum við að reyna útskýra fyrir honum hvað stæði til.

,,Nói nú erum við að fara að gefa bra-bra brauð!” þá hvall í honum ,,Og smjör“.

Áfram…

Mikið er ég ósammála Óskari Óskarssyni

23.44 22/10/07 + 2 ath.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom einn af skemmtilegri prestum Þjóðkirkjunnar Óskar Óskarsson fram og sagði umræðuna um samkynhneigð einkennast af hommafóbíu. Mikið afskaplega er ég ósammála honum, ég sat prestastefnu og hlustaði á alla örugglega 40-50 ræðumennina sem stigu upp í ræðustól tala um málefnið og ég verð að segja að hommafóbía var síðasta orðið sem einkenndi umræðuna þar.

Áfram…

Lichteinstein, Salzburg, ný Biblía og staðfest samvist.

00.37 20/10/07 + 10 ath.

Ég veit ekki hvað á að segja um tapið gegn Lichteinstein ég var búin að segja þetta áður og vil ítreka það (reyndar þá vil ég taka fram að misskilnings gætti hjá mér í tali um BMI ég hélt að það væri það sama og fituprósenta).

Annars vorum við hjónin að koma úr snilldarferð frá Salzburg þar tóku heiðurshjónin Erla og Kjartan vel á móti okkur. Mikið var það gaman, hápunkturinn var afmæli Önnu Birnu og tónleikar með Michael Buble sóttu fast á eftir.

Áfram…

Sæludagar að baki…

00.45 9/8/07 + 1 ath.

…það er gott að eiga vini sem eru duglegir að gagnrýna og benda á það sem betur má fara. Stærsti kosturinn við slíka vini er að þegar þeir finna lítið til að gagnrýna en margt til að hrósa veit maður að það er verið að vinna gott starf. Maður tekur þess vegna meira mark á hrósi og jákvæðni þessa fólks en þeirra sem segja alltaf að allt sé fínt en gagnrýna aldrei.
Áfram…

Simpson stóðst væntingar

21.28 28/7/07 - 0 ath.

Við hjónin skelltum okkur á Simpson myndina í gær, hún stóðst fyllilega háar væntingar. Maður hefur séð ansi marga góða Simpson þætti í gegnum tíðina og fer klárlega á topp 5 yfir það besta sem framleiðendur Simpson hafa sent frá sér. Reyndar var endirinn í það amerískasta fyrir minn smekk en sumir brandararnir fengu mann bókstaflega til að emja af hlátri og bættu því vel fyrir nokkuð klénan endi.
Áfram…

Börn þessarar aldar…

15.57 18/7/07 + 2 ath.

…virðast mér vera mun frjálslyndari í hugsun og gjörðum en við sem fæddumst nítjánhundruð og eitthvað. Þegar við vorum í ferjunni Baldri á Breiðafirði um daginn vatt einn 4 ára sér að Ásdísi eiginkonu minni þar sem við sátum og mauluðum samloku og spurði: ,,Hvort ætlar þú að fá þér vespu eða mótorhjól?”
Áfram…

Sá yðar sem sundlaus er…

23.47 15/7/07 + 5 ath.

Nói Pétur er afskaplega orkuríkt barn, við fórum með hann í sund í dag og fór sundferðin sem endranær mest í að labba eða hlaupa á eftir drengum gólandi: NÓÓÓIII PÉÉÉTUURR, Nei, stopp, BANNAÐ, ekki þarna, komdu Nói minn, EKKI klifra, NEIII sagði ég.

Áfram…

Kosningar framundan…

00.48 12/5/07 + 1 ath.

Já, þá er kjördagur runninn upp og ólíkt bæjarstjórnarkosningunum í fyrra ætla ég á kjörstað. Samkvæmt bifrastarprófinu tel ég tvo bestu kostina að þessu sinni Íslandshreyfinguna og Samfylkinguna. Það er ekki fjarri lagi.

Áfram…

Ryki slegið í augu Josh Groban gesta?

21.33 5/5/07 - 0 ath.

Þann 15. maí ætlum við eiginkonan á tónleika með þeim ágæta söngvara Josh Groban. Ég er lítill tónleikamaður og hef ekki borgað mig inná tónleika í laugardalshöll síðan ég fór á Skunk Anansie 1997, sælla minninga. En að þessu sinni stóðst ég einfaldlega ekki mátið, Josh Groban ásamt Gospelkór Reykjavíkur og sinfóníuhljómsveit Íslands var einfaldlega of freistandi.
Áfram…

Í dag er fjórði desember…

23.51 4/12/06

…vá hvað tíminn líður hratt. Ætla að fara reyna blogga reglulegar, og horfa tilbaka yfir liðin dag:

Sniðugast í dag: Ásdís fór að leysa af á æskulýðsfundi í Hallgrímskirkju í kvöld. Þá spurði ein 8.bekkingar stelpa Möggu Sverris djákna: ,,Candy flos vélin sem þið voruð með í vor, áttuð þið hana?” ,,Nei” svaraði Magga, ,,Guðni Már, maðurinn hennar Ásdísar

Í lok fundarins var bænastund og ruglaðist einn pilturinn í Faðir vorinu, nokkrar stelpur fóru að flissa. Ásdís, kennarinn sjálfur, uppörvaði piltinn að Faðir vor-inu loknu og sagði: það er allt í lagi að maður ruglists í Faðir vor-inu, maðurinn minn er prestur og hann ruglaðist um daginn þegar hann var að skíra.

Þá sagði ein stelpan alvarlega og í algerri örvinglan: ,,Ha, á hann Candy-flosvél og er PRESTUR?”

Afrek dagsins: heftaði gíró-seðil, við Tengil fréttabréf KSH, setti í umslög og lokaði fyrir. Á morgun fer þetta í póst!

Nóa-móment dagsins: Nói bjó til setningu ,,dudda datt” (raðaði saman báðum orðunum sem hann kann ;) )

Fjárfest í hljómdiskum…

22.40 20/10/06

…það heyrir til undantekninga að ég fjárfesti í tónlist. Í síðustu viku keypti ég mér þó tvo geisladiska. Annar er Wine for my weakness með Pétri Þór Benediktssyni og hinn Puppy með Togga.

Ástæðan fyrir kaupunum er fyrst og fremst persónulegur kunningsskapur við listamennina. Pétur þekki ég úr starfinu í Vatnaskógi og Togga frá því að við unnum saman tvo sumur á geðsviði LSH. Áfram…

Skemmtilegar slóðir…

00.10 19/10/06

…það er ekki oft sem ég hlæ upphátt við lestur dagblaða. En þegar ég las pistillinn hans Davíðs Þórs í blaðinu á sunnudaginn hló ég dátt og upphátt, síðan las ég hann fyrir betri helminginn og við hlóum bæði upphátt! Pistillinn er myndrænn, beinskeittur og mjög fyndinn. (hann þarf þó að lesa í ljósi umræðna á bloggsíðu hans). Stór kostur við Davíð er hversu gott vald hann hefur á íslenskri tungu, orðið ,,engisprettur” hefur fengið nýja vídd. Tjekkið á Davíð Þór. Áfram…

Bíll til sölu…

22.48 8/10/06

Já, nú er ég að fara selja bílinn minn. Ég byrja á selja hann hér á netinu. Um er að ræða Toyota Corolla bifreið, fimmdyra með stórri hurð/skotti. Corolla Luna held ég að það heiti. Þetta fagurblá Toyota árgerð 1998, sjálfskipt, 1600 vél, á heilsársdekkum sem keypt voru í sumar. Smurður samviskusamlega á 5000 kílómetra fresti og hefur farið í þjónustuskoðanir hjá Toyota þar sem skipt var um tímareim og fleira. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© guðnimár.annáll.is · Færslur · Ummæli