guðnimár.annáll.is

Annálleinkahúmorgamalt og gotthugleiðingar í dagsins iðuskemmtilegttrúmál
Af byltingum..

23.47 4/10/05 + 7 ath.

…ég hef alltaf verið veikur fyrir byltingum. Það er eitthvað svo heilt við fólk með heitar hugsjónir, góð rök og brennandi sannfæringu fyrir því að standa upp gegn óréttinu. Þess vegna eru nokkrar af aðalfyrirmyndum mínum byltingarsinnar, Jesús Kristur, Marteinn Lúther, Marteinn Lúther King og svo náttúrlega hin hljóða byltingarkona Móðir Teresa.

Ég viðurkenni fúslega að á stundum sé ég mig í dagdraumum mínum standa fyrir byltingu, ég læt þá einhver orð falla sem komst á sögubækurnar, fólkið gleðst í sannfæringu sinni yfir því að ég hafi leitt þau inn í ljósið, spýtir í lófanna og umbyltir heiminum til betri vegar…

Áfram…

Wham eða Duran Duran

05.29 1/7/05 + 7 ath.

Ein fyrsta siðklemman sem ég lenti í tengist þeirri ágætu hljómsveit Duran Duran sem nú er stödd á landi ísa.

Ég var nefnilega bara fimm ára þegar æðið geysaði sem mest, mínir helstu leikfélagar voru Gísli bróðir og Ástrí sem átti heima fyrir neðan okkur. Þau voru 7 og 8 ára og miðað við aldur vel að sér í heimi tónlistarinnar.

Ástrí hélt uppá Wham og hataði Duran Duran. Gísli hélt uppá Duran Duran og hataði Wham.

Áfram…

Færsla frá 30. des 2002

17.17 7/1/05 + 1 ath.

Allt að gerast

Frétt 1
Í hádeginu í dag var ég að keyra Nesveginn sem væri ekki frásögu færandi nema það að þar sá ég Þórólf Árnason vera að stíga útúr jeppa og þar tók maður sem ég þekkti ekki í hendina á honum og óskaði honum til hamingju og það sem meira var þetta var fyrir utan húsið hennar Ingibjargar Sólrúnar.

Frétt 2
Uppúr hádeginu í dag hringdi ég í Bendt, en það var ekki Bendt sem svaraði heldur Hlynur. Hlynur tilkynnti mér strax að hann hefði séð 3 seli. En Bendt hefði ekki séð neinn sel og var Bendt mjög leiður yfir því og ætlaði Hlynur strax að hóa í Bendt ef hann sæi sel á nýjan leik. (fyrir þá sem ekki vita voru Hlynur og Bendt staddir í fjöru ekki langt frá Hrútafirði en þar höfðu þeir stoppað og á leið sinni til Suðureyrar þar sem þeir ætla að eyða áramótunum með kærustu Hlyns og fleirum)

Svo er það bara spurningin, fyrir hvora fréttina er líklegra að ég vinni 5000kall fyrir fréttaskot vikunnar hjá DV.

Færsla frá 8.maí 2002

17.15 7/1/05 + 1 ath.

Hjalti var í strætó í gær og varð vitni að samtali drengja sem voru að tala um kennarann sinn samtalið var svona:

Drengur A
,,Uss, hann er svo ömurlegur kennari, hann er sljóari en allt.”
Drengur B
Já, hann er svo ógeðslega heimskur og sljór að ég er viss um að hann vinnur hjá Sorpu um helgar svona á svona stöð sem tekur á móti rusli og flokkar það, það eru bara ógeðslega heimskir sem vinna þar!”

Hvaða rugl er nú þetta, það er alls konar fólk sem vinnur þarna og margt mjög vel gefið. Í sumar verður meðal annars háskólastúdent úr guðfræðideild að vinna þarna og hann er ekkert sljór og heimskur!

Færsla frá 29 .mars 2002

17.14 7/1/05 + 1 ath.

Svíar bönnuðu E.T


Ég var að horfa á sænska ríkissjónvarpið á breiðbandinum áðan og þar var verið að fjalla um E.T sem væri ekki frásögu færandi nema af því að þegar E.T var sýnd í bíóhúsum í Svíþjóð þá var hún bönnuð innan 11 ára! (Svíar voru að ég held eina landið í heiminum sem bannaði hana) og ástæðan var sú að það var gefin svo vond mynd af fullorðnu fólki í myndinni! Ég spyr nú gaf ekki frekar hið fullorðna fólk sem ákvað þetta fáranlega bann slæma mynd af sér?

Færsla frá 20 .mars 2002

17.12 7/1/05

Selur þú líka eiturlyf eins og hinir FÆREYJINGARNIR?

Á mánudaginn fór ég á fund á Hótel Örkin (en það er færeyska sjómannaheimilið) því þar var Hollendingur nokkur staddur sem var að kynna fyrir æskulýðsleiðtogum möguleika í alþjóðegu samstarfi.

Það er svo sem ekki frásögu færandi nema að fyrir utan hótelið var miðaldaramaður í eldgamalli grænni Volvo-bifreið sinni og búin að binda skottið á bílnum aftur með reipi. Þegar ég er að labba inn á Hótelið stendur hann upp við bílinn og öskar á mig:

Selur þú líka eiturlyf eins og hinir FÆREYJINGARNIR?

Ég sagði nú bara: Ha?

Já, selur þú líka eiturlyf eins og hinir Færeyjingarnir?

Nei, en gera þeir það nokkuð?

Ef þú ert Íslendingur ættir þú ekki að voga þér þarna inn!

Ég ætla nú samt að fara hér inn, ég er að fara á fund!

Þá hristi maðurinn bara höfuðið. En ég komst að því að hann er víst eitthvað skrítinn og þekktur sem geðsjúklingur í Vesturbænum og hafði öskrað á Þorvald æskulýðsfulltrúa í Dómkirkjunni

Ætlar þú að fara þarna inn í þetta hús sem er byggt fyrir dóppeninga?

Færsla frá 19.mars 2002

17.11 7/1/05 + 1 ath.

Maður lætur nú ekki einhvern annan baða konuna sína!

Í dag hef ég sett stefnuna á að þvo bílinn minn og bóna. Ég fór að segja Óla Jóa félaga mínum frá þessu og hann sagði nú bara:

Uss, af hverju lætur þú ekki einhverja þvottastöð gera þetta fyrir þig?

Þvottastöð? sagði ég Sko ég læt nú ekkert hvern sem er komast með hendurnar í bílinn minn, það er svona sem maður og bíll tengjast tilfinningalegum böndum.

Já, sagði Óli Jói.,,þetta er sennilega rétt hjá þér alveg eins og maður lætur ekki einhvern annan baða konuna sína!”

Færsla frá 6. mars 2002

17.08 7/1/05

Jarðarför

Í nótt verður íslenska landsliðið jarðsungið í Brasilíu. Þeim sem vilja minnast KSÍ er bent á að kaupa Frón kremkex.

Torfi ávallt hress (frá mars 2002)

16.13 7/1/05

ZZZ Schefferhundar!

Ég var að lesa Kvennaskólablaðið og þar talað um hann Torfa í 3.bekk sem ég gef titilinn “snillingur”. Torfi stofnaði um daginn rappsveit og keppti í hæfileikakeppninni á epladaginn. Hljómsveitin heitir ZZZ Schefferhundar og hló ég upphátt þegar ég heyrði nafnið. Bara fyndið!

Ásdís og EFINN (frá febrúar 2002)

16.10 7/1/05

Bridget Jones

Í gær leigðum við Ásdís okkur myndina um Bridget Jones. Í einu atriða myndarinnar fóru Hugh Grant og Colin Firth að slást um Bridget.
Þá segir Ásdís dreymandi:

Ohh, ég vildi að þú myndir einhvern tíman slást fyrir mig, eða nei ég myndi ekki vilja það, eða jú en bara ef þú værir að vinna slagsmálin.

Hvaða EF var þetta hjá henni? EF ég væri að vinna, það er ekkert EF sem passar inní þessa setningu!

Færsla frá 26. janúar 2002

15.59 7/1/05 + 2 ath.

Frábær vísindaferð í Guðfræðideildinni

Já, það var mjög gaman í fyrstu vísindaferðinni sem farin var í guðfræðideildinni í gær , við fórum í Oblátuverksmiðjuna og þar var vel tekið á móti okkur.
Næst er okkur svo boðið í Prestkragagerðina.

Oh ég er svo fyndinn :)

En annars var partý hjá okkur á Glaumbar og ég skemmti mér virkilega vel.

Færsla frá 25. janúar 2002

15.57 7/1/05 + 1 ath.

Tómur pulsuvagn í 10 stiga gaddi !

Furðleg lífsreynsla í dag þegar ég ætlaði að fá mér pulsu hjá bæjarins bestu í frostinu, það var opin lúgan og kveikt í vagninum en hvergi neinn afgreiðslumaður sjáanlegur. Ég hélt að ég væri lentur í falinni myndavél og reyndi að bera mig mannalega og forðaðist að setja upp mikinn undrunarsvip yfir tómum vagninum (svo ég kæmi ekki illa út í sjónvarpinu), síðan eftir svona 3 mínútur í frostinu kemur pulsusalinn hlaupandi yfir götuna frá húsinu á móti með rjúkandi kaffiglas í hendinni.

Nei, nei þá var þetta engin falin myndavél heldur bara kaffipása pulsusalans!

Færsla frá 30..nóv 2001

15.51 7/1/05 + 2 ath.

Hvernig er hægt að búa til stærstu smáköku í heimi?

Það á að reyna búa til stærstu smáköku í heimi á morgun í Kringlunni heyrði ég í útvarpinu áðan. Ef maður hefur smáköku stóra verður hún ekki lengur smákaka það segir sig sjálft! Hvurslags rugl er þetta!

Færsla frá 18.nóv 2001

15.44 7/1/05

Besta helgi lífs míns!
-þágufall félagsins(dativus socivativus) skemmtilegra en aldrei fyrr!

Já það verður ekki annað sagt en að þessi helgi hafi verið sú besta sem ég hef lifað hingað til enda hef ég gert mjög fátt annað en að læra grísku. Ég hef kafað í hinn ótæmandi gleðilega málfræðibrunn grískunnar og lært stórskemmtilega hluti eins og:

Eignarfall upprunans, eignarfall gæðanna, eignarfall hlutarins, eignarfall viðurlagsins og aðskilnaðarins og svo má nú ekki gleyma gleðigjöfum eins og þágufalli hagræðisins, þágufalli orsakarinnar, þágufalli tækisins og svo náttúrulega sigmatiska aoristnum en ég get sagt ykkur að fátt hef ég nú gert um ævina skemmtilegra en að læra hann utanbókar.

En ekkert allri hamingjunni lokið því ég hef verið að þýða forngrískarsetningar sem margar eru djúpar og skemmtilegar og læt fylgja með 5 setningar (sem gæti þurft að þýða á prófinu á morgun) svo að þið getið samglaðst:

Rífðu þig upp með rótum og gróðursettu þig í hafinu.

Þegar þú varst yngri girtir þú sjálfan þig og gerðir það sem þú vildir

Rabbí, sjáðu fíkjutréð, sem þú formæltir, hefur visnað

Jóhannes skrifar um dýrin- Og á höfði þeirra eins og sigursveigs líkir gulli og andlit þierra eins og andlit manna og þau höfðu hár eins og hár manna og þau höfðu brynjur eins úr járni og hljóðið af vængjum þeirra eins og af stríðsvögnum hesta.

Hrósandi þér í konunum, og hrósandi ávöxtum maga þíns.

Bara ef allar helgar væru svona

Færsla frá 15. nóvember 2001

15.42 7/1/05

Þýsk útgáfa af stórmyndinni Nell væntanleg!

Já nú hefur Gisela Krümbacher (Jodie Foster þeirra þjóðverja) samþykkt að leika í þýskri útgáfu af stórmyndinni Nellog hvað skyldi myndin heita?

Jú auðvitað Schnell!

« Fyrri færslur ·

© guðnimár.annáll.is · Færslur · Ummæli