guðnimár.annáll.is

Annálleinkahúmorgamalt og gotthugleiðingar í dagsins iðuskemmtilegttrúmál

« Vel mælt og ígrundað · Heim ·

Hverfult…

Guðni Már @ 23.30 11/1/08

…mig minnir að ég hafi verið að keyra með candýflosvélina (sem margir sögðu ömurlega fjárfestingu) í útleigu, þegar ég heyrði þessa frétt. Þá grunaði mig ekki að 7 mánuðum seinna yrði candýflosvélin okkar Bendts orðin verðmeiri en heildareignir Gnúps fjárfestingafélags.

og ég tel ekki einu sinni litarefnin og stangirnar með…

url: http://gudnimar.annall.is/2008-01-11/hverfult/

Athugasemdir

Fjöldi 3, nýjasta neðst

Pétur Björgvin @ 12/1/2008 00.41

Það er ljóst að það styttist í að þú kaupir þér einkaþotu. Slík kaup myndu hafa marga ótvíræða kosti en eini ókosturinn sem mér dettur í hug er að þá gæti ég ekki rukkað þig um leigu á fötum sem ég léti þér í té þegar þú týndir töskunni þinni.

Hildur Edda @ 17/1/2008 11.25

Hver kannast ekki við það að vakna á morgnanna og dauðlanga í kandíflos? Gaurinn í Vörutorgi kannast alla vega við þá tilfinningu og þess vegna eru forláta kandíflosvélar seldar þar á bæ. Þegar ég sá þetta fyrst í Vörutorginu var mér hugsað til kandíflosvélarinnar þinnar, sem mér fannst ólíkt þessum “mörgu” vera afbragðsfjárfesting. Ég held nefnilega að fæstir munu láta verða af því að kaupa sér sína eigin kandíflosvél til einkanota en að fleiri vilji leigja svoleiðis til hátíðarbrigða. Vitaskuld ertu ekki með fullkomið viðskiptavit (samanber kaup þín á hlutabréfum í Stoke the joke) en þú átt þínar stundir. Þetta með kandíflosið, jólasveinana og ánamaðkana eru allt góðar hugmyndir.

Hjalti @ 5/5/2008 14.10

Á ekkert að blogga um stók hérna


© guðnimár.annáll.is · Færslur · Ummæli