guðnimár.annáll.is

Annálleinkahúmorgamalt og gotthugleiðingar í dagsins iðuskemmtilegttrúmál

« Hvað er eiginlega smjörklípa? · Heim · Frábært Silfur í gær, eru ,,herskáir” trúleysingjar að mýkjast? »

Góðar fréttir og illa skrifaðar fréttir…

Guðni Már @ 23.02 13/11/07

Það hefur nokkuð verið um góðar fréttir undanfarin sólarhring. Árni Ingi Pjetursson stórvinur minn og snillingur hefur nú skrifað undir samning við ÍA í fótboltanum, ekki amalegt að fá einn besta vin manns í uppáhalds knattspyrnuliðið. Ég held að Gaui Þórðar og Árni viti báðir nákvæmlega hvað þeir eru gera. 24 stundir lækkuðu hins vegar í áliti hjá mér eftir vafasöm greinarskrif blaðamannsins Atla á forsíðunni í dag.

Þar fjallar Atli um þau ánægjulegu tíðindi að Jólasveinaþjónusta Skyrgáms, sem er mér nátengd, hafi gefið 808.800 kr til Þróunarstarfs í Afríku með mjög svo kjánalegri nálgun. Góða umfjöllun um málið má finna á Kirkjan.is, en árleg gjöf Skyrgáms var afhent um leið og snilldarsíðan www.gjofsemgefur.is var opnuð.

Atli slær upp fyrirsögninni jólasveinar velta milljónum og vísar svo í frétt í blaðinu sem lesa má hér. Atli notar mynd af okkur í Skyrgámi sem ljósmyndari 24 stunda tók á forsíðuna á blaðamannafundi í gær, en vitnar svo í aðra jólasveinaþjónustu og talsmann hennar um hversu mikið þeir séu að græða og hvað þeir taka fyrir.

Myndbirtingin tengir okkur hins vegar við ummæli og vitleysu sem við viljum alls ekki tengjast.
Í fréttinni í blaðinu er síðan talað við fleiri jólasveina sem eru okkur ótengdir og er þar stuðst við gamla mynd af mér og téðum Árna Inga Pjeturssyni fyrir einum 3 árum síðan. (það eitt og sér er fyrirgefanlegt í lagi enda ógjörningur fyrir blaðamann að vita frá hvaða þjónustu jólasveinarnir á myndinni eru ;-)

Blaðamaður bætir svo fyrir sig undarlegri stærðfræði og gefur sér 100 jólasveina sem fara 100 sinnum og fær þá út töluna 50 milljónir sem er tala alveg út í bláin. Það eru kannski 10 jólasveinar á Íslandi að fara oftar en 100 sinnum.

Ég undrast að blaðamanni hafi ekki dottið í hug að ræða við okkur enda hefði það verið viðeigandi fyrst að myndin af okkur birtist fyrir ofan textann á forsíðunni. Atli tekur reyndar fram að viðmælandinn sé frá jólasveinarnir.is, en orðalag textans hefur skolað þessu öllu til ef marka má viðbrögð fólks í dag, sem hefur mikið spurt mig út í hvaða dellu við séum að segja í blaðinu.

Ég velti hins vegar fyrir mér hvers vegna blaðamanni fannst engin frétt í því að fyrirtæki á íslandi gæfi 20% af allri veltu sinni (já ekki hagnaði) til þeirra sem minnst mega sín. Illa útreiknað tímakaup jólasveina, uppslegið í slúðurstíl selur kannski meira en ég heldur ekki hlutlaus í málinu. Talan 808.800kr gefur í skyn að þónokkrir peningar séu í spilinu (Davíð Oddsson sagði jú í viðtali að hann hefði aldrei haft hærra tímakaup á ævinni en þegar hann var jólasveinn) en var það ekki virkilega ekki meiri frétt að 20% af veltu lítils fyrirtækis með 19 manns á launaskrá hefði runnið til bágstaddra í Afríku?

Kannski hefði hann getað skrifað enn stærri og umhugsunarverðari frétt um þá staðreynd, sem við bentum á blaðamannafundinum að 808.800 kr og 20% af árlegri veltu kunna að þykja miklir peningar, en þeir verða afar litlir hliðina á en þeim rúmu 20% vöxtum sem íslendingar borga í yfirdráttavexti af þeim 70.000 milljónum sem bankarnir lána Íslendingum. Þar fara 14.000 milljónir árlega í afar vondar fjárfestingar.

Fyrir þá peninga mætti kaupa á gjöfsemgefur.is:

17.430 brunna sem veita hver um sig veita rúmlega 300 manns aðgang að hreinu vatni
24.860 Hús fyrir munaðarlaus börn
52.290 Kýr
69.720 Verkfærakassa fyrir unga iðnaðarmenn
87.140 Búslóðir fyrir munaðarlaus börn
104.580 Kamra
122.010.000 tré
139.440 Reiðhjól
156.870 Geitur
174.300 kassa af smokkum
191.730 Grænmetisgarða
209.100 Hænur
226.590 Börn frelsuð úr ánauð

Fyrir afgangin mætt svo kaupa 122.010 saumavélar og
17430 vatnstanka

Íslendingar kjósa hins vegar að nota þessar 14.000 milljónir í mánaðarlegan frádrátt af launareikningunum þaðan sem hann rennur til íslenskra bankastofnanna.

En hvað veit ég annars, ég er hvorki blaðamaður né hlutlaus í málinu.

url: http://gudnimar.annall.is/2007-11-13/godar-frettir-og-illa-skrifadar-frettir/

Athugasemdir

Fjöldi 3, nýjasta neðst

Adda Steina @ 14/11/2007 13.01

Mér finnst að þú eigir að hafa samband við ritstjórann og benda honum á þetta. olafur@bladid.net.
Ég tók líka eftir þessu og fannst þetta mjög undarleg umfjöllun ef viðtalið væri við myndefnið. Þetta kom ekki heim og saman.

Guðni Már @ 14/11/2007 23.30

Takk fyrir ábendinguna ég sendi vinsamlega athugasemd nú rétt í þessu. 24 stundir hafa nefnilega vaxið mjög í áliti hjá síðustu misserin ef undan er skilin gærdagurinn.

Kjartan Vídó @ 17/11/2007 10.00

Kæri vinur. Það sem þið Jólasveinarnir hafið gert síðustu ár er til fyrirmyndar fyrir fyrirtæki á landinu stór sem smá. Ég hef ákveðið að fyrirtæki mitt kaupi nokkra kassa af smokkum til styrktar góðu málefni.
En ég skil vel blaðamann 24Stunda að velja myndir af ykkur bræðrum í frétt sinni, þessir jólasveinar bera af í fegurð og glæsileika. Hefði samt viljað sjá skyrgám sjálfan í svörtum frakka, frétti nefnilega að svartir frakkar grenni jólasveina.
Já eitt enn:
Ein Breze bitta!!!


© guðnimár.annáll.is · Færslur · Ummæli