guðnimár.annáll.is

Annálleinkahúmorgamalt og gotthugleiðingar í dagsins iðuskemmtilegttrúmál

« Frábært innlegg frá Davíð Þór · Heim · Hvað er eiginlega smjörklípa? »

Vandlátar endur…

Guðni Már @ 22.21 3/11/07

…fórum með Nóa í grasagarðin í dag að gefa öndunum brauð. Á leiðinni vorum við að reyna útskýra fyrir honum hvað stæði til.

,,Nói nú erum við að fara að gefa bra-bra brauð!” þá hvall í honum ,,Og smjör“.

Seinni partinn sótti ég óvænt handa honum Ritz kex, þegar hann sá mig taka það fram, klappaði hann saman höndum og hoppandi af kæti og hrópaði: ,,Kess, kess æðislegt æðislegt!”

Þeir segja að það þurfi lítið til að kæta barnshjartað, sennilega þarf enn minna til að kæta föðurhjartað…

url: http://gudnimar.annall.is/2007-11-03/vandlatar-endur/

Athugasemdir

Fjöldi 1, nýjasta neðst

Hildur Edda @ 7/11/2007 10.41

Æ krúttið! HAhaha! Þið hafið væntanlega hent í endurnar brauð með smjöri, osti, malakoffi og öðru gúmmelaði?

Er annars ekki búið að banna brauðgjafir í Grasagarðinum? Ég er dauðhrædd um að ónefndir borgarfulltrúar eigi eftir að mæta niðureftir með mávavopn.


© guðnimár.annáll.is · Færslur · Ummæli