guðnimár.annáll.is

Annálleinkahúmorgamalt og gotthugleiðingar í dagsins iðuskemmtilegttrúmál

« Mikið er ég ósammála Óskari Óskarssyni · Heim · Vandlátar endur… »

Frábært innlegg frá Davíð Þór

Guðni Már @ 21.56 30/10/07

Ég verð að benda lesendum á þennan pistil Davíðs Þórs. Þar segir meðal annars um Biblíuumræðuna:

Það ljótasta í allri þessari umræðu er að mínu mati hinar annarlegu forsendur sem biblíuþýðendunum hafa verið gerðar upp. Þeim er legið á hálsi fyrir að falsa vísvitandi niðurstöður sínar til að þjóna pólitískri rétthugsun vorra daga. Öllu alvarlegar er varla hægt að vega að æru nokkurs fræðimanns. Hvaða mögulegu forsendur gætu þeir haft fyrir slíku? Hvaða ískygglega samsæri ætti svosem að vera hér á ferð? Á miðöldum hefði þetta verið skiljanlegt, þegar Biblían var tæki til að stjórna heiminum. Því er hins vegar ekki að heilsa nú á dögum. Hér er um að ræða biblíufræðinga sem annað getur varla vakað fyrir en að vinna starf sitt af eins mikilli kostgæfni, metnaði og virðingu fyrir fræðunum og þeim er unnt, enda sennilega það sem þeirra verður helst minnst fyrir eftir þeirra dag. Þetta er þeirra stóra framlag til fræðanna. Hví skyldu þeir vilja leggja augljósar falsanir fyrir dóm sögunnar? Hvað er mögulega í því fyrir þá?

Tékkið á þessu, annars var magnað að sitja í messu síðasta sunnudag og heyra lestur pistilsins, í fyrsta skipti sat ég í messu þannig að mér liði eins og það væri verið að tala við mig þegar pistillinn var lesinn. Það var góð tilfinning því þó ég hafi áður reynt að taka boðskapinn til mín, þá hefur orðfærið alltaf haldið textanum í ákveðinni fjarlægð.

url: http://gudnimar.annall.is/2007-10-30/frabaert-innlegg-fra-david-thor/


© guðnimár.annáll.is · Færslur · Ummæli