guðnimár.annáll.is

Annálleinkahúmorgamalt og gotthugleiðingar í dagsins iðuskemmtilegttrúmál

« Sæludagar að baki… · Heim · Að gefnu tilefni… »

Gott að frétta!

Guðni Már @ 23.28 24/9/07

Já, gott fólk af mér er gott að frétta. Þetta ber helst.

Fór til Rúmeníu sem fulltrúi unga fólksins á EEA3 þriðja evrópska samkirkjuþingið. Það var góð ferð. Unga fólkið var samt mjög sammála um að langt væri í land í alvöru samvinnu kirkjudeilda hinnar kristnu kirkju. Þegar ég sá kaþólsku kardínálanna labba útaf fimm stjörnu hótelinu í silkiklæðunum, mennina sem koma til greina að verða næstu staðgenglar Krists á jörðunni kom upp í hugann: ,,eruð þið á þessu hóteli strákar af því að það var ekkert pláss í fjárhúsinu”. Gunguháttur, léleg latínukunnátta og einlæg von um að kirkjan vinni saman sem einn líkami réði því þó að ég sagði ekkert. Fannst ég samt nokkuð fyndinn.

KSS gengur mjög vel þessa daganna mæting í september hefur verið besta meðal mæting í fjölda ára. Stemmningin góð og hugur í krökkunum. Gaman að því. Margar góðar hugmyndir hafa komið fram og sumar hlotið framgang. Persónulega er það líka að skila sér að hafa unnið fyrir hreyfinguna í rúm tvö ár. Krakkarnir treysta manni betur og sálgæslan er aukin þáttur í starfinu.

Hjá KFUM og KFUK eru líka góðir hlutir að gerast, gerjun í félaginu og margir nýjir að taka upp þráðinn eða koma glænýir að starfinu. Sérstaklega þykir mér vænt um að KFUM deildir á höfuðborgarsvæðinu eru nú orðnar 5 en voru einungis tvær fyrir 13 mánuðum. Hátt í 20 nýjir sjálfboðaliðar skapa þennan vöxt ásamt betri tengingu við Vatnaskóg en oft áður. Góðvildin í garð KFUM í þjóðfélaginu er líka mjög mikil, það finnur maður víða sem maður fer. Þúsundir Íslendinga eiga góðar minningar frá starfi félagsins og það skilar sér tilbaka á ólíklegasta máta.

Nói Pétur dafnar líka vel og kjaftar úti í eitt, voða duglegur að spjalla við mann þó stundum beri kappið fegurðina ofurliði.

Við Ásdís erum að fara til Salzburgar í október að heimsækja Erlu og Kjartan þar verður afmæli hjá Önnu Birnu og tónleikar með Michael Buble í Munchen sem meiningin er að kíkja á.

Að lokum verð ég líkt og svo ótal margir að undrast á giftingunni borgaralegu í Fríkirkjunni. Sjálfur er ég talsmaður þess að borgaralegar giftingar séu valkostur sem hægt sé að gera með myndarbrag, (það hvetur fólk til afstöðu, ég hef áður sagt besta kostinn að afnema réttindi trúfélaga til að gefa fólk saman fyrir lögum og láta alla gifta sig hjá sýslumanni fyrst og hafa svo blessunina sem valkost)

En er jafnan ekki orðin eitthvað skökk þegar fólk segist ekki geta hugsað sér að hafa Guð með í athöfninni, vilji fyrir alla muni ekki láta lesa Guðs orð eða nokkuð honum tengt í athöfninni, en finnist engu að síður heppilegasti staðurinn fyrir athöfnina vera Guðs hús.

Tvennt kom upp í huga minn: Annars vegar boðflennur og texti sólstrandargæjanna um ranga manninn, á ranga tímanum í vitlausa húsinu. (vitlaus í merkingunni rangur ;) )

url: http://gudnimar.annall.is/2007-09-24/gott-ad-fretta/

Athugasemdir

Fjöldi 4, nýjasta neðst

Hjalti Rúnar Ómarsson @ 25/9/2007 01.56

Gott að þú sérð hræsnina hjá öðrum kirkjudeildum. Finnst þér það ekki líka hræsni að biskupinn þinn skuli hafa ~milljón krónur á mánuði í laun?

…en finnist engu að síður heppilegasti staðurinn fyrir athöfnina vera Guðs hús.

Hvar hefur þessi skoðun komið fram? Þetta segir einn af þeim sem er í nefnd Siðmentnar um uppbyggingu veraldlegra athafna félagsins:

Það var ekki val Siðmenntar að nota Fríkirkjuna, heldur parsins. Það var þó ekki fyrsta val þeirra því þau fengu höfnun t.d. í Salnum í Kópavogi þó að ekki væri um að ræða fullbókun. Þau ákváðu svo að leita á náðir kirkna þar sem þau vildu fá orgelleik og þau þau hrífast af bygginarlegri fegurð þeirra sem bygginga. Nokkrir Þjóðkirkjuprestar höfnuðu beiðni þeirra en Hjörtur Magni í Fríkirkjunni tók þeim vel. Það er ekki sjálfsagður hlutur að fá að halda trúlausa athöfn í kirkju þannig að ég álasa ekki þjóðkirkjuprestunum. Hins vegar sýnir það mikið umburðarlyndi og hjálpsemi það sem Hjörtur Magni gerði. Siðmennt mun ekki hafa það á stefnu sinni að halda athafnir sínar í kirkjum en vegna aðstöðuleysis gæti þess þurft í einhverjum tilvikum. #

Hjalti @ 25/9/2007 09.24

Var það ekki:”Ég er amtmaður o.s.frv…”

Guðni Már @ 25/9/2007 10.14

Sæll Hjalti Rúnar

Mín skoðun er sú að laun íslenskra presta séu þannig að það sé hræsni að kvarta yfir þeim. Miðað við margt annað í þjóðfélaginu t.d. kennara og hjúkrunarfræðinga eru launin mjög há. Þessa skoðun hef ég rætt við þónokkra presta og flutt prédikun í tvígang þar sem ég skaut föstum skotum á fermingargreiðslur. Stærra vandamál þykir mér þó snobb einstaklinga sem geta ekki mætt á ráðstefnur nema 5 stjörnu hótel séu í boði, unga fólkið á EEA3 vildi halda næsta þing í Taize klaustrinu í Frakklandi þar sem vikulega koma saman 3000-6000 manns af ólíkum kirkjudeildum og eiga saman bænasamfélag og uppfræðslu, þar væri einfaldast ódýrast og árangursríkast að halda samkirkjuþing enda hafa allar kirkjudeildirnar lýst ánægju sinni með starfið í Taize. Okkur var hins vegar snarlega sparkað niður á jörðina og sagt af okkur reyndara fólki að slíkt þing gengi aldrei sökum þess að erkibiskupar, kardínálar og toppmenn kirkjunnar gerðu kröfur um meiri standard en 40 manna tjöld með tjalddýnum og frumstæðum amboðum og eldamennsku. Af mínum kynnum af biskupnum efast ég um að hann myndi láta hégómann bera málstaðinn ofurliði. Ég sé Karl alveg fyrir mér mæta í slíkar aðstæður og deila tjaldi með öðrum.

Hvað varðar borgaralega kirkjubrúðkaupið þá sá ég eitthvað viðtal við brúðhjónin þar sem inntakið var það sem ég greindi frá vildu alls ekki blanda Guði inn í málið en þetta varð samt að vera í Guðs húsi útaf fegurð og orgeli. Það finnst mér undarlegt sjónarhorn, persónulega finnst mér það vanvirðing við skoðanir og trú fólks að vilja samt vera í kirkju sem vígð hefur verið til kristilegra athafna.

Ég myndi aldrei hringja í Siðmennt og biðja um skrifstofuna þeirra fyrir bænastundir, það er ögrun og taktískt ósmekklegt gagnvart, gegnheilum skoðunum þeirra.

Það er gott að Siðmennt sjái ekki kirkjur sem rétta staðinn og fyrri sig ábyrgð á ósmekklegheitunum og bendi á parið. Það er flott að talsmaðurinn lýsi því yfir það sé “ekki sjálfsagður hlutur að halda trúlausa athöfn í kirkju”, (frekar enn Frjálslyndi flokkurinn haldi aðalfundinn sinn í Valhöll sem er sambærilegt að mínum dómi). Ég vona að hann sjái líka ósmekklegheitin.

Guðni Már @ 25/9/2007 10.25

Og Hjalti Halldórs jú var það ekki ég er amtmaður, á röngum tíma í vitlausu húsi ;)

sjitt hvað það var textamisskilngingur lífs míns…


© guðnimár.annáll.is · Færslur · Ummæli