guðnimár.annáll.is

Annálleinkahúmorgamalt og gotthugleiðingar í dagsins iðuskemmtilegttrúmál

« Sæludagar framundan… · Heim · Gott að frétta! »

Sæludagar að baki…

Guðni Már @ 00.45 9/8/07

…það er gott að eiga vini sem eru duglegir að gagnrýna og benda á það sem betur má fara. Stærsti kosturinn við slíka vini er að þegar þeir finna lítið til að gagnrýna en margt til að hrósa veit maður að það er verið að vinna gott starf. Maður tekur þess vegna meira mark á hrósi og jákvæðni þessa fólks en þeirra sem segja alltaf að allt sé fínt en gagnrýna aldrei.

Þegar Petra Eiríksdóttir stórvinkona okkar hjóna, segir að fólk hafi bent á að það hefði mátt selja grillaðar kartöflur og passa betur uppá að hafa meira tiltækt af köldu gosi á Sæludögum, en annars hafi hún ekki yfir neinu að kvarta og að þessir Sæludagar hafi verið þeir bestu af þeim 12 sem hún hefur sótt í röð. Þá er vel gert.

Fréttir og myndir af dögunum má finna hér.

Hvassviðrið var reyndar fáránlegt á laugardeginum en íþróttahúsið, matskálinn ásamt tjaldinu stóra sem við leigðum veittu öllu skjól sem vildu.

url: http://gudnimar.annall.is/2007-08-09/saeludagar-ad-baki/

Athugasemdir

Fjöldi 1, nýjasta neðst

Pétur Björgvin @ 9/8/2007 08.51

Til hamingju með vel heppnaða sæludaga – aldrei áður heyrt jafn mikið minnst á þá í útvarpi með hinum útihátíðunum eins og núna!


© guðnimár.annáll.is · Færslur · Ummæli