guðnimár.annáll.is

Annálleinkahúmorgamalt og gotthugleiðingar í dagsins iðuskemmtilegttrúmál

« Simpson stóðst væntingar · Heim · Sæludagar að baki… »

Sæludagar framundan…

Guðni Már @ 23.43 1/8/07

…líkt og undanfarin ár (6 af síðustu 7) er ég í undirbúningsnefnd og framlínu Sæludaga í Vatnaskógi um Verslunarmannahelgina. Þó ég segi sjálfur frá þá held ég að þetta verði flottasta hátíðin hingað til. Við höfum fjölgað dagskrárliðum umtalsvert ár frá ári og en ávallt byggt á því sem vel hefur tekist hingað til. 700 til 1500 manns sækja hátíðina (eftir hvernig viðrar ;) )

Nóg verður um að vera til að rækta líkama, sál og anda. Fjölbreytt skemmtiatriði (Vatnarskógarleikrit og söngur, Björgvin Franz Gíslason, Jón Víðis töframaður, Pétur Ben og Bogomil Font, Siggi úr X-factor, Hvar er Mjallhvít, Þorvaldur Halldórsson og Keith Reed), metnaðarfull barnadagskrá, (sæludagaleikar, hæfileikasýning barnanna, söngstundir, kassabílar, bátar og vatnafjör, Risabingó og fleira) fræðslustundir sem verða fjórar (Að byggja sterkan hóp, leiðin út úr meðvirkni, Guð á hvíta tjaldinu og Bono berst fyrir Afríku. Svo á enginn að þurfa vanrækja andlegu hliðina því að það vera bænastundir, fjölskylduguðsþjónusta, lofgjörðarstund auk gospelnámskeiðs.

Nánari dagskrá má finna hér

url: http://gudnimar.annall.is/2007-08-01/saeludagar-framundan/

Athugasemdir

Fjöldi 1, nýjasta neðst

Halldór Elías @ 2/8/2007 00.42

Það verður spennandi að sjá hvort eitthvað af 2000-3000 Galtalækjargestum skila sér í Skóginn, eða hvort að Sæludagar séu einfaldlega 1.000 manna fjölskylduhátíð “Volvo eigenda”.

Það er í því samhengi áhugavert að sjá þróunina í Kirkjulækjarkoti, sem hefur tekist að marka sig sem hátíð sannkristna fólksins á Íslandi sama í hvaða trúfélagi þeir eru.


© guðnimár.annáll.is · Færslur · Ummæli