guðnimár.annáll.is

Annálleinkahúmorgamalt og gotthugleiðingar í dagsins iðuskemmtilegttrúmál

« Börn þessarar aldar… · Heim · Sæludagar framundan… »

Simpson stóðst væntingar

Guðni Már @ 21.28 28/7/07

Við hjónin skelltum okkur á Simpson myndina í gær, hún stóðst fyllilega háar væntingar. Maður hefur séð ansi marga góða Simpson þætti í gegnum tíðina og fer klárlega á topp 5 yfir það besta sem framleiðendur Simpson hafa sent frá sér. Reyndar var endirinn í það amerískasta fyrir minn smekk en sumir brandararnir fengu mann bókstaflega til að emja af hlátri og bættu því vel fyrir nokkuð klénan endi.

Mér virtist myndin vera betur teiknuð en þættirnir og skemmtilegri þrívíddartækni beitt nokkuð skemmtilega. Ekki skemmdi fyrir að myndin var uppfull af beinskeyttum og skemmtilegum trúar og siðfræðistefjum en það er eitt af mínum hugðarefnum eins og sjá má hér.

Mæli hiklaust með að allir sjái þessi prýðisgóðu mynd og læt einn ágætan trailer fylgja með

url: http://gudnimar.annall.is/2007-07-28/simpson-stodst-vaentingar/


© guðnimár.annáll.is · Færslur · Ummæli